We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Eins og hindin þr​á​ir vatnslindir

by Hjalti Jón

/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    Purchasable with gift card

      $10 USD  or more

     

1.
Ég á verk 07:10
Ég á verk Drottinn, en ekki í dag fyrr dapraðist ég á fjöllum, fyrr dreymdi mig af öllum hvar varst þú þá? Varstu í handtaki mínu, vakur þá er mig skriðaði? Varstu í þulunni þeirri, sem ég hvíslaði? Og á öllum þeim stundum sem ég vildi ekki muna þig? Ég veit ekki hvar þú varst, en ég verð með þér. Ég á verk Drottinn, en ekki í dag þó marið dreifi sér að morgni, þó meinið vaki svo ég ei sofni þá máttu líka eiga það Því ef angist og ótti er það sem þarf til þá færðu mér eldinn, svo ég megi brenna mig Og ég lít ekki lengur burt frá þínu augliti Ég veit ekki hvar þú varst, en ég verð með þér. Í sérhvert sinn sem ég sá þig Í sérhvert sinn sem ég sá Í sérhvert sinn sem ég sá þig Ég sór að líta ekki frá Því ég veit, já, ég veit Ég veit hvað ég sá.
2.
Ef ætti ég orð sem megna að opinbera bænarefni adams í dag sem finnur sig læstan í fálæti og fjarlægan Því auðveldara er en áður var sjálfan sig að sannfæra að sjálfstæður þurfi ekki slíkan skapara En á hverju kvöldi kem ég að mér, hvíslandi örfá orð handa þér sem megna sjaldnast þá að tjá mína sönnu þrá Ég bið því að þú gefir mér frekar þögn sem geðjist þér og setji mig hljóðan þínu orði Ég hef horft á eftir heimi, séð sólu hverfa frá og í hverjum degi, þá kemur að því að ég nálgast þig á ný, hikandi á ný Og þú nærir mig um nýjan söng að morgni af náðinni, einkenndri hóglæti Fyrir þitt orð, fyrir þitt orð Og þó að neyðin á mér nái að nýju taki, ég tapi ráði Þá lifi þitt orð, lifi þitt orð Lundarfarið virðist eiga árstíðir skapandi andstæður, skilgreinandi lífið Staldrar sjaldnast við og hlustar Ég hef horft á eftir heimi, séð sólu hverfa frá og í hverjum degi, þá kemur að því að ég nálgast þig á ný, hikandi á ný Með mín örfáu orð
3.
Í stormi 05:28
Hvað get ég gefið þeim sem gefur líf sitt þessum heim? Styrkur, gegn stormi, styrkur gegn stormi Ég hugsa heitt í hjarta mér, ó, ef ég gæti hjálpað þér Ég er úfinn sjór, ég er óbyggð lönd ég teygi mig þó í þína hönd Og sjá, hve vært sefur þú þó syndir manna berir nú Veit mér þitt skjól, veit mér þitt skjól Veit mér skjól, vertu mér hjá þó ég vilji líta augliti þínu frá Já, minnstu mín og merkt'af náð því mannsins efi er auðveld bráð Ó, stilltu hjartans storm í nótt með sönnu orði vek þú þrótt Blástu frá brjósti innan mér nýtt lag svo áfram berjist lífsneisti sérhvern dag
4.
Dropar falla, greina daganna að deyja á sama stað Af þeim var aldrei neitt falsað, ætli skýin viti það? „Ekki hafa áhyggjur af þér" heyrði ég hvíslað af blaðsíðunni „Líttu niður, sjáðu, liljan grær og vex á lágum velli" Sólargeislar umlykja grund, grasið frosið um stund Vekur líf og að minni lund leggst ný meðvitund Andi og efni sameinast í ró, voru þó aldrei í raun aðskilin Nema af mönnum sem að halda að í hólf fyrirkomist heilagleikinn Andi og efni sameinast í ró, veröldin andar laglínu Hún stillt hefur innri sjó, vekur höfgi í sál, í eyra þínu Andi og efni sameinast í ró, veröldin andar laglínu Hún stillt hefur innri sjó vekur höfgi, í sinni mínu Ekki hafa áhyggjur af mér þetta er bara tímabil Líttur niður, sjáðu liljan grær og vex á lágum velli
5.
6.
Ruah 16:51
Nú andar, nú heyrir, nú hóstar nú hreyfir, nánast kyrr Þú andar þú bíður, þú bjóst þar þú breyðir, þagnar fyrr Í anda, alltaf á ferð Sú andar, sú finnur, sú fagnar sú felur sig að þér Þú andar þú bíður, þú bognar þú brestur betur hér Í anda, alltaf á ferð Hvað ef sama hvað ég gef, það heyrist ekki, þekkist ekki, þekkist ekki? En ég veit, ég þarf að finna, treysta á ný En ég veit, ég þarf að finna, treysta á ný En ég veit, ég þarf að finna, treysta á ný Árin liðu áfram í doða, ég var að verja mig ég veit ég get verið hræddur við að finna til og ég veit ég þarf að finna, treysta á ný ég veit, ég þarf að finna, treysta á ný Það er gott að vera hérna, að eiga heimili Ég finn það er ég treysti hvað þú ert hlý ég veit, ég þarf að finna, treysta á ný ég veit, ég þarf að finna, treysta á ný Ég trúi, mikil er vantrú mín Því hvernig gæti fengist samþykkt öll syndin mín? Ég veit ég þarf að finna, treysta á ný Ég finn það er ég treysti hvað þú ert hlý Hélt þig finndi í orðræðu, eða í gegnum annað líf Því hvernig gæti fengist samþykkt öll syndin mín? Ég veit ég þarf að finna, treysta á ný Eg veit ég þarf að finna, treysta á ný Ég þarf ekki almætti, en ég þarf vin Hvort sem ég bið í neyð, eða í gleði syng, mér reynist erfitt að sjá mun á því En ég veit ég þarf að finna, treysta á ný Það er gott að vera hérna, að eiga heimili Ég þekkti þig af afspurn, en nú ég lít Það var eitthvað sem að breyttist, ívera þín Ég þekkti þig af afspurn, en nú ég lít Við eigum öll okkar sögu þetta hérna er mín (ég veit ég þarf að finna, treysta á ný) Við eigum öll okkar sögu þetta hérna er mín (ég veit ég þarf að finna, treysta á ný) Við eigum öll okkar sögu þetta hérna er mín: Hjarta yðar skelfist ekki* Hjarta yðar skelfist ekki Hjarta yðar skelfist ekki Hjarta yðar skelfist ekki Og ég veit ég þarf að finna, treysta á ný Og ég veit ég þarf að finna, treysta á ný Og ég veit, ég þarf að finna, treysta á ný Og ég veit, ég þarf að finna, treysta á ný Hjarta yðar skelfist ekki (ég veit ég þarf að finna, treysta á ný) Hjarta yðar skelfist ekki (ég veit ég þarf að finna, treysta á ný) Hjarta yðar skelfist ekki (ég veit ég þarf að finna, treysta á ný) Hjarta yðar skelfist ekki (ég veit ég þarf að finna, treysta á ný) Hjarta yðar skelfist ekki (ég veit ég þarf að finna, treysta á ný) Og ég veit ég þarf að finna, treysta á ný Og ég veit ég þarf að finna, treysta á ný

credits

released May 18, 2015

license

all rights reserved

tags

about

Hjalti Jón Reykjavík, Iceland

Eins og hindin þráir vatnslindir er fyrsta albúm Hjalta Jóns.
Platan var hljóðblönduð af Hjalta Jóni og Curver og sá Curver um hljómjöfnun.
Hjalti samdi lög, texta, útsetti, ásamt því að spila og syngja.
//
Eins og hindin þráir vatnslindir is Hjalti Jón's first album.
Written and recorded by Hjalti, mixed with Curver who mastered the album aswell.
... more

contact / help

Contact Hjalti Jón

Streaming and
Download help

Redeem code

Report this album or account

If you like Hjalti Jón, you may also like: